Friday, February 06, 2009

Nýtt ár, frænkuganga og frænkukvöld

Batnandi fólki er best að lifa. Með hækkandi sól og þar sem það fer nú að styttast í vorið þá byrja frænkugöngurnar aftur með stæl. 

Næstkomandi miðvikudagskvöld ætlum við að hittast hjá Huldu í Garðabænum kl. 19.00 og labba eins og frænkur einar gera. Á eftir ætlar Hulda að bjóða okkur í heimsókn þar sem við getum kjaftað aðeins meira. 

Nú er bara að taka fram gönguskóna og drífa sig af stað. Hittumst allar hressar og kátar á miðvikudaginn 11. febrúar kl. 19.