Friday, February 06, 2009

Nýtt ár, frænkuganga og frænkukvöld

Batnandi fólki er best að lifa. Með hækkandi sól og þar sem það fer nú að styttast í vorið þá byrja frænkugöngurnar aftur með stæl. 

Næstkomandi miðvikudagskvöld ætlum við að hittast hjá Huldu í Garðabænum kl. 19.00 og labba eins og frænkur einar gera. Á eftir ætlar Hulda að bjóða okkur í heimsókn þar sem við getum kjaftað aðeins meira. 

Nú er bara að taka fram gönguskóna og drífa sig af stað. Hittumst allar hressar og kátar á miðvikudaginn 11. febrúar kl. 19. 

Monday, December 29, 2008

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Jóla- og áramótakveðja til allra nær og fjær. Vonum að frænkur hafi það gott yfir hátíðirnar.

Wednesday, December 10, 2008

Vörurnar komnar

Fyrr í kvöld var bankað uppá hjá mér og þar stóð enginn annar en pósturinn fyrir utan með Mirandas vörurnar og ég sem ætlaði að sækja þær á pósthúsið. Þær eru alla vega komnar til mín og ætli ég reyni ekki að koma þeim til ykkar annað kvöld í afmæli ársins.

Sunday, December 07, 2008

Mirandas kynning

Minnum allar frænkur á Mirandaskynningu hjá Lilju Bjarklindi á morgun mánudaginn 8. desember kl. 20.
Hún býr að sjálfsögðu í Kópavoginum, nánar tiltekið í Kjarrhólmanum (næst síðasti stigagangurinn).

Vonumst til að sjá sem flestar frænkur.

Sunday, November 30, 2008

Afmæli í nóvember

Í nóvember eiga síðustu frænkurnar afmæli og næsta afmæli hjá frænku er svo ekki fyrr en í febrúar. Þær sem áttu afmæli í nóvember voru tvær frænkur og óskum við þeim innilega til hamingju með afmælið. Afmælisbörnin voru að þessu sinni:
  • Anna María sem átti afmæli 12. nóvember
  • Jana Maren sem átti afmæli 16. nóvember
Til hamingju með afmælið!

Saturday, November 29, 2008

Jólaboðið frh.

Tvær myndir úr jólaboðinu.


Sunday, November 23, 2008

Jólaboð stórfjölskyldunnar og afmæli ömmu Siggu

Jólaboð stórfjölskylunnar var haldið í dag að Síðumúla 11, nánar til tekið í sal sem nefnist Stélið. Jólaboðið tókst mjög vel og alls mættu 54 afkomendur (og viðhengi) ömmu Siggu og afa Ingólfs. Allir komu með einhverjar veitingar í kaffiboðið og að sjálfsöguð svignaði veitngaborðið undan kræsingum ættarinnar. Veitingunum voru gerðar góð skil mikið kjaftað allir fóru saddir og ánægðir heim.

Amma Sigga hefði orðið 83 ára og er það ástæðan fyrir því að þessi dagur var valinn fyrir jólaboðið. Við hugsuðum líka til hennar í jólaboðinu og vonum að hún hafi verið með okkur í anda. Þá er það bara að sama tíma að ári.