Jólaboð stórfjölskylunnar var haldið í dag að Síðumúla 11, nánar til tekið í sal sem nefnist Stélið. Jólaboðið tókst mjög vel og alls mættu 54 afkomendur (og viðhengi) ömmu Siggu og afa Ingólfs. Allir komu með einhverjar veitingar í kaffiboðið og að sjálfsöguð svignaði veitngaborðið undan kræsingum ættarinnar. Veitingunum voru gerðar góð skil mikið kjaftað allir fóru saddir og ánægðir heim.
Amma Sigga hefði orðið 83 ára og er það ástæðan fyrir því að þessi dagur var valinn fyrir jólaboðið. Við hugsuðum líka til hennar í jólaboðinu og vonum að hún hafi verið með okkur í anda. Þá er það bara að sama tíma að ári.
Sunday, November 23, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment