Frænkuboðið var haldið í gær heima hjá mér, Lilju. Fyrir tilstuðlan Lilju og Sigurborgar. Það tókst sérstaklega vel, reyndar hættu þrjár við á síðustu stundu þannig að við vorum sex í allt en góður hópur. Þær sem mættu voru:
Lilja
Sigurborg
Sigga
Guðbjörg E.
Hulda
Steinunn
Að sjálfsögðu voru allt of mikið af veitingum og allt of mikið af afgöngum eins og Ingals er einum lagið. Sem betur fer komu nokkrar með veitingar þannig að þær gátu tekið afgangana með sér aftur. Gleymdi að taka myndir sem mér finnst alveg hræðilegt þar sem að ég hef svo gaman að ljósmyndum. Grunar þó að sumum hafi þótt það allt í lagi, eru kannski ekki allir jafn æstir í ljósmyndir og ég. Ég gleymdi einnig að nefna þessa síðu við þær sem ég sendi ekki tölvupóst þannig að ég vona að þið sem lesið þetta látið fréttirnar berast um þessa síðu. Ég vona bara að einhver haldi næsta frænkuboð. Enginn var búinn að bjóða sig fram. Ég býð mig fram að ári liðnu ef enginn hefur haldið frænkuboð.
Saturday, November 04, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Heyrðu heyrðu, ég var búin að bjóðast til að halda frænkukvöld í sumar, svona til þess að tryggja það að ég komist :-) Býð mig hér með fram aftur
Bergrún
Takk fyrir síðast frænkur. Þetta var alveg ótrúlega gaman. Frábært framtak. Ég reyni að halda frænkuboð við tækifæri þó það verði kannski ekki alveg strax. Ég hlakka líka mikið til að fara í frænkuboð til Bergrúnar í sumar.
Kv. Hulda María
Það er rétt hjá þér Bergrún. Ég biðst innilegrar afsökunar á að hafa gleymt þessu góða boði og tek þig bara á orðinu. Bíð spennt eftir frænkuboði í sumar. Þegar ég skrifaði þetta var ég nú að hugsa svona á næstu mánuðum, desember, janúar eða febrúar. Þú nærð kannski í frænkukvöld þá ef þú verður á landinu.
Heyrðu já, ég gæti nú bara haldið svoleiðis í janúar, verð á landinu þá og miklu meiri líkur á að ég viti hvenær ég verð í Reykjavík heldur en næsta sumar þegar ég fer að hendast út um allar trissur! Nenna frænkur að hittast svona ört? Kannski Sirrý verði á landinu líka?? Hvað veit ég?
Æ gleymdi að skrifa undir, þetta var ég Bergrún
Post a Comment