Friday, April 27, 2007

Til hamingju með afmælið Sigga

Elsku Sigga

Innilega til hamingju með afmælið, Sigga frænka. Nú er að koma vor og ekki annað en hægt að gleðjast yfir hverjum degi, skemmtilegra er þó þegar einhver sem maður þekkir á afmæli eins og í dag. Njóttu augnabliksins á meðan það er. Vonum að þú eigir ánægjulegan afmælisdag í faðmi fjölskyldu og vina.

Wednesday, April 11, 2007

Gleðilega páska


Óskum öllum frænkum nær og fjær gleðilegra páska og í tilefni upprunans þá látum við eina mynd fylgja með. Af hverju er þetta ekki aðalhátíð ættarinnar? Nóg af eggjum og kjúklingum?

Tuesday, April 03, 2007

Ester og Margrét

Tvær frænkur voru skírðar síðustu helgi og skemmtilegt er að segja frá því að þær voru báðar skírðar í höfuðið á ömmum sínum sem eru systur og dætur Ingólfs og Siggu.

Dóttir hans Hlyns var skírð á laugardaginn og heitir hún Margrét Rós.

Dóttir hennar Sigurborgar var skírð á sunnudaginn og heitir hún Ester Glóey.

Virkilega falleg nöfn og óskum við þessum litlu stelpum innilega til hamingju með skírnina.

Takk fyrir Magga

Frænkuboðið tókst heldur betur vel í þetta skiptið og þökkum við Möggu kærlega fyrir að halda boðið. Það var virkilega skemmtilegt, mikið kjaftað og mikið fjör.

Þær sem mættu að þessu sinni voru:
  • Magga
  • Sigga
  • Guðbjörg E.
  • Hulda María
  • Sigurborg og Ester litla
  • Bergrún
  • Lilja
Og svo auðvitað dætur hennar Möggu sem voru mjög spenntar að hitta frænkur sínar. Góður hópur og okkur öllum fannst mjög skemmtilegt að hittast við þetta tækifæri. Rætt var um að halda næst frænkuboð í sumar, jafnvel grillboð eða bara skemmtilegt frænkuboð. Hvet allar frænkur til að vera framtaksamar og halda frænkuboð í vor, sumar eða haust.