Friday, November 23, 2007

Amma Sigga

Amma Sigga fæddist í dag fyrir heilum 82 árum. Hún eignaðist 15 börn og enn fleiri barnabörn enda kjarnakvendi þar á ferð.

Monday, November 19, 2007

Mirandas hjá Maríu 7. desember

María ætlar að halda Mirandaskynningu föstudaginn 7. desember nk. Við minnum frænkur á að mæta á svæðið hressar og kátar. Allar mæður og mákonur eru velkomnar með á kynninguna.

María á heima að Kársnesbraut 49 og kynningin verður kl. 20.00, vonum svo að sem flestar mæti á svæðið.

Sunday, November 18, 2007

Ný frænka - Siggudóttir

Þann 16. nóvember síðast liðinn kom ný frænka í heiminn. Sigga og Helgi eignuðust litla stelpu kl. 20.20. Hún var tæpar 15 merkur og 51 cm.

Við óskum þeim innilega til hamingju með stelpuna og bjóðum hana velkomna í frænkuhópinn.

Friday, November 16, 2007

Til hamingju með afmælið Jana Maren

Jana Maren er síðasta frænkan sem á afmæli á árinu og heldur hún uppá stórafmæli í dag enda árin orðin alls 30.

Kæra Jana, innilega til hamingju með þrítugsafmælið. Vonandi hefur dagurinn verið eftirminnilegur.

Monday, November 12, 2007

Til hamingju með afmælið Anna María

Anna María er á afmæli í dag og óskum við henni heilla með þennan afmælisdag. Sendum innilegar afmæliskveðjur frá öllum frænkum.

Friday, November 02, 2007

Á dagskrá

Tvær frænkur eiga eftir að eiga afmæli núna í nóvember en þar sem ritari þessarar síðu verður ekki við tölvu næstu tvær vikurnar þá þurfa þær líklega að bíða aðeins eftir afmæliskveðju og auðvitað bíða þær spenntar enda afmæliskveðjurnar hér orðinn fastur liður í lífi hverrar frænku!

María ætlar að halda Mirandas kynningu föstudaginn 7. desember og m.a. öllum frænkum er boðið, nánar um það síðar en takið daginn frá.