Wednesday, April 30, 2008

Afmæli í apríl

Afmælisbarn aprílmánaðar var Sigga og óskum við henni innilega til hamingju með afmælið. Vonum að það hafi verið skemmtilegt og eftirminnilegt. Myndin af afmælisbarninu er stolið af heimasíðu dóttur hennar, vonum að það sé í lagi.

Monday, April 28, 2008

The day after...

Myndatakan í gær tókst þrusuvel. Allir voru í sínu fínasta pússi og hver öðrum glæsilegri. Ljósmyndarinn tók myndir af hópnum, systum sér og bræðrum sér. Þar sem veðrið lék við hvern sinn fingur endaði myndatakan utandyra í fallegum garði í Elliðaárdalnum. Myndirnar koma síðan á netið með lykilorði í lok vikunnar eða byrjun þeirrar næstu þannig að frænkurnar geta beðið spenntar.

Dagurinn var þó ekki búinn en hópurinn fór síðan saman á glæsilegan Brunch á Hótel Hilton Reykjavik Nordica og eru flestir ennþá saddir, rúmlega einum sólahring síðar.

Friday, April 25, 2008

Myndataka

Loksins, loksins. Þá er komið að því, eftir rúmlega 25 ár munu systkinin 15 af Sunnubrautinni hittast hjá ljósmyndara.

Staður: Barna og Fjölskylduljósmyndir, Núpalind 1, Kópavogi

Stund: Sunnudagurinn 27. apríl 2008 kl: 9:45
(myndatakan byrjar klukkan 10 og tekur allt að 1 ½ klst.)


Endilega minnið foreldra ykkar á myndatökuna, má taka með maka og þar sem það er ekki á hverjum degi sem þau hittast öll þá var pantað borð handa þeim sem vilja í Sunnudags brunch á Hilton Reykjavik Nordica Hotel (gamla hótel Esja) kl. 12.00.

Frænkurnar geta farið að hlakka til að eiga skemmtilega mynd af foreldrum sínum og systkinum þeirra.

Wednesday, April 23, 2008

Vörurnar

Vörurnar eru löngu komnar og geymdar hjá Guðbjörgu. Líklega eru allir búnir að sækja þær nema ritarinn. Vegalengdin stendur eitthvað í ritaranum en ákvörðun um hvort sækja eigi vörurnar gangandi eða keyrandi, veikindi og þess hátar hafa hamlað ákvörðunartöku.

Ákveðið var að næsta kynning yrði hjá Ester á Kirkjubæjarklaustri 23. ágúst næstkomandi. Takið daginn frá.

Wednesday, April 02, 2008

Kynning á föstudaginn


Mirandas kynning á föstudaginn, 4. apríl kl. 20. Kynningin verður haldin hjá Lóló, að Dísarási 2 í Árbænum.

Allar frænkur eru hvattar til að mæta, það átti víst að vera eitthvað svaka tilboð!

Endilega látið vita hvort þið komist eða ekki.