Friday, April 25, 2008

Myndataka

Loksins, loksins. Þá er komið að því, eftir rúmlega 25 ár munu systkinin 15 af Sunnubrautinni hittast hjá ljósmyndara.

Staður: Barna og Fjölskylduljósmyndir, Núpalind 1, Kópavogi

Stund: Sunnudagurinn 27. apríl 2008 kl: 9:45
(myndatakan byrjar klukkan 10 og tekur allt að 1 ½ klst.)


Endilega minnið foreldra ykkar á myndatökuna, má taka með maka og þar sem það er ekki á hverjum degi sem þau hittast öll þá var pantað borð handa þeim sem vilja í Sunnudags brunch á Hilton Reykjavik Nordica Hotel (gamla hótel Esja) kl. 12.00.

Frænkurnar geta farið að hlakka til að eiga skemmtilega mynd af foreldrum sínum og systkinum þeirra.

No comments: