Monday, April 28, 2008

The day after...

Myndatakan í gær tókst þrusuvel. Allir voru í sínu fínasta pússi og hver öðrum glæsilegri. Ljósmyndarinn tók myndir af hópnum, systum sér og bræðrum sér. Þar sem veðrið lék við hvern sinn fingur endaði myndatakan utandyra í fallegum garði í Elliðaárdalnum. Myndirnar koma síðan á netið með lykilorði í lok vikunnar eða byrjun þeirrar næstu þannig að frænkurnar geta beðið spenntar.

Dagurinn var þó ekki búinn en hópurinn fór síðan saman á glæsilegan Brunch á Hótel Hilton Reykjavik Nordica og eru flestir ennþá saddir, rúmlega einum sólahring síðar.

1 comment:

Anonymous said...

Hlakka til að sjá þessar myndir. Frábært framtak.

Kommentarinn