Friday, February 29, 2008
Afmæli í febrúar
Ritari þessarar síðu hafði ákveðið að vera ekki með neinar afmæliskveðjur þetta árið en fannst það heldur tómlegt þegar á hólminn var komið. Úr því verður bætt hér og nú, en afmæliskveðjurnar verða þó með öðru sniði. Afmælisbarn febrúarmánaðar var Steinunn María og fær hún hér afmæliskveðju og mynd af sér. Til hamingju með afmælið!
Thursday, February 21, 2008
Frænkukvöld
Það kom ósk frá frönsku frænkunni að halda frænkukvöld í mars þegar hún væri á landinu og Hulda bauð sig fram til að halda það. Þannig að þið getið beðið spenntar eftir frænkukvöldi seinni partinn í mars.
Wednesday, February 20, 2008
Systrakvöld
Það var heldur betur systrakvöld síðasta föstudag þar sem mættu 7 af 9 systrum og einhverjar frænkur líka. Mikið talað, borðað, hlegið og mikið keypt af snyrtivörum. Sem sagt hin besta skemmtun. Takk kærlega fyrir kvöldið.
Vörurnar eru komnar en Katrín ætlaði líklega að keyra einhverjum af þeim út í kvöld.
Vörurnar eru komnar en Katrín ætlaði líklega að keyra einhverjum af þeim út í kvöld.
Thursday, February 14, 2008
Mirandas kynning annað kvöld

Minnum allar frænkur á Mirandas kynningu annað kvöld hjá Katrínu í Garðabæ, nánar tiltekið að Hörgatúni 7. Sem fyrr er mæting klukkan átta og allar frænkur eru velkomnar sem og mæður þeirra og mákonur. Endilega látið það berast og vonandi komast sem flestar frænkur.
Subscribe to:
Posts (Atom)