Wednesday, April 23, 2008

Vörurnar

Vörurnar eru löngu komnar og geymdar hjá Guðbjörgu. Líklega eru allir búnir að sækja þær nema ritarinn. Vegalengdin stendur eitthvað í ritaranum en ákvörðun um hvort sækja eigi vörurnar gangandi eða keyrandi, veikindi og þess hátar hafa hamlað ákvörðunartöku.

Ákveðið var að næsta kynning yrði hjá Ester á Kirkjubæjarklaustri 23. ágúst næstkomandi. Takið daginn frá.

3 comments:

Anonymous said...

Gaman að þessu, verst að komast ekki á kynninguna á Klaustri :-) Ég verð föst í Reykjavíkinni í Reykjavíkurmaraþoninu (hef nú heyrt af fleiri frænkum sem ætluðu sér að hlaupa í þessu hlaupi hehehe).

En verið samt ekki að breyta dagsetningum fyrir mig, sumurin eru síbreytileg og ómögulegt að skipuleggja nokkurn hlut hjá mér. Fylgir bara veðurspá!

Bergrún

Anonymous said...

Hæ, hæ
Hvað ætlar þú að hlaupa langt? Ég var einmitt að fatta eða nánar tiltekið þá var Sigurborg að benda mér á að þetta væri sama dagsetning og menningarnótt. Hentar mér kannski ekki nógu vel þó svo að ég hlaupi seint Reykjavíkurmarþon. Skoðum hvað frænkur segja.

Kveðja, Lilja Bjarklind

Anonymous said...

Ég ætla nú ekki lengra en 10 km! Jú ætli ég labbi ekki niður í bæ og heim aftur og rölti svo um á menningarnóttinni þannig að dagurinn verður nú vonandi meira en 10 km, en 10 skulu verða hlaupnir ;-)