Monday, June 30, 2008

Afmæli í júní

Júnímánuður var einnig afmælismánuður, alls áttu þrjár frænkur afmæli með stuttu millibili.

Edda átti afmæli 2. júní og er ekki lengur yngsta frænkan
Hulda átti afmæli 8. júní
Guðbjörg H. átti afmæli 11. júní

Þær fá að hinar bestu afmæliskveðjur og nokkuð víst að það hefur verið fjör í byrjun júní. Vonandi koma myndir fljótlega.

Tuesday, June 17, 2008

Frænkukvöld á morgun

Minnum á frænkukvöld á morgun sem allar frænkur hafa beðið eftir óþreyjufullar í marga mánuði. Frænkukvöldið verður að þessu sinni haldið hjá Guðbjörgu H. að Hlynsölum 5. Mæting er kl. 19.30 og byrjað er með smá göngu í ca. 60 mínútur. Þær frænkur sem ekki ætla í göngu geta því mætt um klukkutíma seinna. Vonandi koma sem flestar frænkur.

Friday, June 06, 2008

Frænkukvöld

Nú er loksins komið að því. Frænkukvöld er framundan. Guðbjörg H. og Sirrý ætla að halda frænkukvöld fyrir allar frænkurnar og nú er um að gera að það mæti sem flestar. Frænkukvöldið verður miðvikudaginn 18. júní heima hjá Guðbjörgu að Hlynsölum í Kópavoginum (Salahverfi). Vonum að öllum frænkum sé strax farið að hlakka til.

Minni einnig á göngu miðvikudaginn 11. júní við Vífilstaðavatn.