Tuesday, September 30, 2008

Afmælismánuðurinn mikli

September er afmælismánuðurinn mikli því í þeim mánuði eiga flestar frænkur afmæli. Fá þær allar hamingjuóskir frá öðrum frænkum.
  • Gróa átti afmæli 1. september og varð 17 ára,
  • Steinunn átti afmæli 3. september og varð 32 ára,
  • Elísabet átti afmæli 18. september og varð 13 ára,
  • Kristín yngsta frænkan átti afmæli 23. september og varð 1 árs.
Innilega til hamingju með afmælið, vonandi hafið þið skemmt ykkur hrikalega vel!

Wednesday, September 24, 2008

Ganga í Vesturbænum

Bara smá áminning um rigningargöngu í kvöld. Göngum af stað frá Reynimel 76 kl. 19. Áætlað er að vera við Hafnarhúsið í Tryggvagötu kl. 20 en annars er allt opið. Koma svo, drífa sig í göngu.

Wednesday, September 17, 2008

Frænkukvöld á sunnudaginn

Þar sem Sunna er á landinu ætlar Jana að bjóða öllum frænkum í grill og spilakvöld næstkomandi sunnudagskvöld, þann 21. september. Boðið verður uppá pylsur og hamborgara en ef einhver er með sérstakar óskir þá er einnig velkomið að koma með sín veisluföng á grillið. Einnig er auglýst eftir sjálfboðaliða til að koma með eftirrétt. Vonandi komast sem flestar frænkur, endilega látið vita hvort þið komist eða ekki.

Snyrtivörukynning

Mirandas kynning hjá Elísabetu á Þinghólsbrautinni á morgun, kl. 20.00. Endilega mæta sem flestar.

Thursday, September 11, 2008

Haustfréttir

Nú þegar haustið er byrjað þá er um að gera að hleypa smá lífi í síðuna, frænkur endilega verið duglegar að kommenta og koma með skemmtilegar hugmyndir.

Sumarið fór af stað með þrusugöngutúrum á hverjum miðvikudegi en eitthvað dró úr þeim þegar á leið sumarið og spurning er hvort það eigi að endurvekja þá á haustdögum svona áður en verður orðið alltof dimmt eða hvort betra sé að færa sig inn í hlýjuna, t.d. með spilakvöldum eða einhverju öðru skemmtilegu. Vonandi verður a.m.k. eitt frænkukvöld í haust, hver bíður sig fram?

Aðrar fréttir eru þær að Elísabet ætlar að halda Mirandas kynningu næsta fimmtudag, þann 18. september kl. 20 og auðvitað eru allir velkomnir, líklega eru birgðirnar farnar að minnka hjá einhverjum og nýir aðilar eru einnig velkomnir.