Wednesday, September 17, 2008
Frænkukvöld á sunnudaginn
Þar sem Sunna er á landinu ætlar Jana að bjóða öllum frænkum í grill og spilakvöld næstkomandi sunnudagskvöld, þann 21. september. Boðið verður uppá pylsur og hamborgara en ef einhver er með sérstakar óskir þá er einnig velkomið að koma með sín veisluföng á grillið. Einnig er auglýst eftir sjálfboðaliða til að koma með eftirrétt. Vonandi komast sem flestar frænkur, endilega látið vita hvort þið komist eða ekki.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
Ég kemst
Bergrún
Ég reyni að komast - er að fara með Odda og vinnunni hans á laugardaginn út á land og þarf svo að sækja krakkana til Víkur á sunnudaginn þannig að ég verð allavegana ekki sú sem kemur með eftirréttinn en reyni að mæta...Sigurborg
Ég mæti og skal skoma með eftirrétt. Það verður tilrauna eftirréttur þannig að ég lofa engu. Hlakka til að hitta ykkur.Kv, Hulda M
Ég kem og get líka alveg komið með eitthvað. Hulda er búin að taka að sér eftirréttinn svo ef það er eitthvað annað sem vantar eða ég get komið með þá bara láta vita. Annars hlakka ég bara til að sjá ykkur.
Kv. Guðbjörg
andskotans........
var búin að gera þvílíka ritgerð og svo kom bara error!
ef einhver á remúlaði og kokteil/hamborgarasósu má koma með (ekki kaupa við notum nú ekki svo mikið að taki að kaupa nýtt).
Svo eru alltaf spil velkomin :)
Guðbjörg mátt taka það sem vilt en þarft þess ekki endilega.
Jana
Ég ætla að reyna að koma. Veit ekki hvort að ég kemst í matinn, kemur í ljós. Er þetta ekki kl. 19?
Kv. Lilja Bjarklind
jú, ef fólk kemst þá :)
Jana
Takk fyrir mig.
Bergrún
Takk sömuleiðis, :) verst að við gleymdum að spila ;)
Jana
Post a Comment