Thursday, September 11, 2008

Haustfréttir

Nú þegar haustið er byrjað þá er um að gera að hleypa smá lífi í síðuna, frænkur endilega verið duglegar að kommenta og koma með skemmtilegar hugmyndir.

Sumarið fór af stað með þrusugöngutúrum á hverjum miðvikudegi en eitthvað dró úr þeim þegar á leið sumarið og spurning er hvort það eigi að endurvekja þá á haustdögum svona áður en verður orðið alltof dimmt eða hvort betra sé að færa sig inn í hlýjuna, t.d. með spilakvöldum eða einhverju öðru skemmtilegu. Vonandi verður a.m.k. eitt frænkukvöld í haust, hver bíður sig fram?

Aðrar fréttir eru þær að Elísabet ætlar að halda Mirandas kynningu næsta fimmtudag, þann 18. september kl. 20 og auðvitað eru allir velkomnir, líklega eru birgðirnar farnar að minnka hjá einhverjum og nýir aðilar eru einnig velkomnir.

7 comments:

Anonymous said...

spilakvöld með grilli! ég vill svoleiðs, hvað segið þið um eitt núna þegar sunna kemur heim, þ.e ef hún hefur tíma þar sem verður örugglega mikið að gera hjá henni.
Ég á stórar svalir með einu stykki grilli og meira segja 2 matarborð en kannski ekki nógu marga stóla en hvað um það ég býð fram í spilakvöld með grilli núna á allra næstu dögum :) Jana

Anonymous said...

hey var að tala við Sunnu og hún kemur á þriðjudag og er laus á fimmtudag ef einhver er til í það. Jana

Anonymous said...

En það er Mirandaskynning á fimmtudaginn!

Kveðja, Lilja Bjarklind

Anonymous said...

Ó er ekki alveg með allt á hreinu hjá mér, las þetta en meðtók ekki að væri núna á fimmtudag! en þá bara að finna annan dag fyrir Sunnu, einhverjar uppástungur? Hún kemur á morgun og verður í viku. Jana

Anonymous said...

Ég ætla að reyna að mæta á Mirandas kynninguna.
Í sambandi við frænkukvöld á næstu dögum þá reyni ég að mæta ef af því verður, man bara ekki í svipinn hvaða kvöld ég er laus! En gaman væri að sjá "langtíburt-istann"

Bergrún

Anonymous said...

Ég ætla að mæta á fimmtudaginn á Mirandas.
Er alveg til í frænkukvöld eitthvað annað kvöld ef Sunna er laus.
Hlakka til að sjá sem flesta á fimmtudaginn.

Kveðja, Lilja Bjarklind

Anonymous said...

jæja var að tala við Sunnu og hún er laus á sunnudag ef þið viljið koma, kl 19 og grilla eitthvað? Jana