Thursday, March 29, 2007

Frænkukvöld í kvöld


Þá er komið að því, í kvöld er frænkukvöld. Frænkan sem ætlar að bjóða okkur heim til sín er orðin svaka spennt og líka litlu dömurnar á heimilinu líka þeim hlakkar til að fá að vaka smá og hitta frænkurnar sínar.
Þeir sem koma eru beðnir um að koma með eitthvað með smáræði með sér, sjálfan sig og góða skapið.

Leiðin að Ennishvarfi 15a, tekin frá . Hægt að skoða betur á þeirri síðu.

Monday, March 26, 2007

Minnum á frænkukvöld

Ágætu frænkur nær og fjær. Við minnum á frænkukvöld næstkomandi fimmtudag.
  • Frænkukvöld verður haldið, fimmtudaginn 29. mars hjá Möggu að Ennishvarfi 15b, kl. 20.00.
Endilega látið vita hvort þið komist eða ekki á síðunni eða látið Möggu eða Siggu vita þannig að þær viti að þið hafið frétt af boðinu.

Annars hlökkum við til að sjá ykkur og ég veit a.m.k. um nokkrar sem eru orðnar spenntar að hitta frænkur.

Monday, March 19, 2007

Frænkukvöld fimmtudaginn 29. mars

Já, það er blásið í lúðra, nú er aftur komið að frænkukvöldi. Fimmtudagskvöldið 29. mars næstkomandi ætla systurnar Magga og Sigga að halda frænkukvöld og þá er um að gera að drífa sig á staðinn og hitta frænkur. Nánari lýsing síðar, en takið daginn frá.

Wednesday, March 14, 2007

Til hamingju með afmælið Íris Ósk

Það er greinilegt að pressan er að aukast og eins gott að muna eftir öllum afmælum. Var ekki búinn að gleyma þér Íris heldur alltaf nóg að gera, rétt næ að senda þessa afmæliskveðju. Innilega til hamingju með afmælið Íris Ósk og vonum að þú njótir áranna 26.

Thursday, March 08, 2007

Nýr frændi

Kannski ekki fyrst með fréttirnar en Steinnun eignaðist strák í febrúar. Drengurinn kom í heiminn 14. febrúar síðastliðinn með keisara, var stór og stæðilegur eins og Ingals. Móður og barni heilsast vel og allt gekk að óskum. Ef einhver er með fleiri fréttir af litla frænda og móður hans endilega látið vita.