Sunday, October 14, 2007

Frænkuboð að Reynimel

Nú fer frænkukvöld að nálgast. Það verður haldið hjá Bergrúnu í Vesturbænum, nánar tiltekið að Reynimel 76, kl. 20.00

Nú þegar hafa sex frækur boðað komu sína sem er skemmtilegur og góður hópur en fleiri frænkur eru að sjálfsögðu velkomnar. Hittumst hressar á fimmtudaginn, kl. 20.00.

4 comments:

Anonymous said...

Ég bíð spennt eftir fimmtudagskvöldinu. Á ég ekki að koma með eitthvað?

Anonymous said...

Heyriði stúlkur mínar
Ég hef ekki verið þekkt fyrir að borðin svigni af krásum hjá mér en ég skal reyna að sletta e-u á borð :-) Kannski með frönskuívafi hehe

Það væri kannski hægt að fá ykkur til að koma með e-ð að drekka. Ja og ef þið eigið e-n sérrétt sem þið viljið ólmar taka með er það svo sem leyfilegt en þrátt fyrir að þið komið tómhentar munuð þið ekkert líða fyrir það :-) Til að setja langt mál í stutt þá þurfið þið ekkert að koma með neitt (Systa þú lest það sem þú átt út úr þessu hehehe)
Bergrún

Sunna Rós said...

Ég kemst hugsanlega! That's a first! Ég læt +abyggilega sjá mig þó að ég geti ekki stoppað lengi...heimavinna þið skilið!

Anonymous said...

Ég segi eins og Lilja bíð spennt. Kem með gos með mér og kannski eitthvað meira ef tími leyfir:-)

Kv. Guðbjörg Einarsd.