Monday, March 31, 2008

Afmæli í mars


Afmælisbarn marsmánaðar var Íris Ósk og fær hún hjartanlegar hamingjuóskir. Myndin er kannski aðeins eldri en tekin árið 1996.

Tuesday, March 25, 2008

Næsta Mirandas

Minnum allar frænkur á næstu Mirands kynningu hjá Lóló föstudaginn 4. apríl!

Sunday, March 23, 2008

Thursday, March 20, 2008

Skírdagur

Við minnum allar frænkur á tvær fermingaveislur hjá stórfjölskyldunni í dag þar sem tvær systur eiga tvo fermingardrengi. Andri Már og Einar Páll, innilega til hamingjum með fermingardaginn.

Friday, March 14, 2008

Glæsilegur árangur

Við bendum á skemmtilega grein í Morgunblaðinu í gær um eina frænku okkar sem hefur verið að vinna við doktorsverkefni sitt síðustu ár. Hún hefur nú nýlega fegnið tvo styrki fyrir doktorsverkefni sitt í jarðfræði sem er glæsilegur árangur og þar sem við vitum að hún er ekki að auglýsa það þá ætlum við að gera það hér.

Innilega til hamingju með árangurinn, Bergrún!

Endilega kíkið á greinina í Morgunblaðinu í gær, fimmtudaginn 13. mars, meðfylgjandi er hlekkur á myndina sem fylgdi greininni.

Wednesday, March 12, 2008

Velheppnað frænkukvöld

Frænkukvöldið síðasta sunnudagskvöld tókst vel og er gestgjafanum þakkað fyrir veglegar veitingar. Þær frænkur sem mættu á frænkukvöldið voru; Hulda, Sigga, Sigurborg, Bergrún, Jana, Lilja og Guðbjörg H. Ánægjuleg kvöldstund þar sem allt milli himins og jarðar var rætt. Næsta frænkukvöld er áætlað eftir miðjan júní hjá Guðbjörgu H. svo þið getið farið að hlakka til.

Tuesday, March 04, 2008

Loksins loksins

Loksins, loksins er komið að því sem allar frænkur hafa beðið eftir. Blásið er í lúðra því frænkukvöld er í nánd. Hulda María ætlar að halda frænkukvöld næstkomandi sunnudag, 9. mars, kl. 20.00. Við vonumst að sem flestar frænkur sjái sér fært að mæta. Takið daginn frá!!!