Monday, December 29, 2008

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Jóla- og áramótakveðja til allra nær og fjær. Vonum að frænkur hafi það gott yfir hátíðirnar.

Wednesday, December 10, 2008

Vörurnar komnar

Fyrr í kvöld var bankað uppá hjá mér og þar stóð enginn annar en pósturinn fyrir utan með Mirandas vörurnar og ég sem ætlaði að sækja þær á pósthúsið. Þær eru alla vega komnar til mín og ætli ég reyni ekki að koma þeim til ykkar annað kvöld í afmæli ársins.

Sunday, December 07, 2008

Mirandas kynning

Minnum allar frænkur á Mirandaskynningu hjá Lilju Bjarklindi á morgun mánudaginn 8. desember kl. 20.
Hún býr að sjálfsögðu í Kópavoginum, nánar tiltekið í Kjarrhólmanum (næst síðasti stigagangurinn).

Vonumst til að sjá sem flestar frænkur.

Sunday, November 30, 2008

Afmæli í nóvember

Í nóvember eiga síðustu frænkurnar afmæli og næsta afmæli hjá frænku er svo ekki fyrr en í febrúar. Þær sem áttu afmæli í nóvember voru tvær frænkur og óskum við þeim innilega til hamingju með afmælið. Afmælisbörnin voru að þessu sinni:
  • Anna María sem átti afmæli 12. nóvember
  • Jana Maren sem átti afmæli 16. nóvember
Til hamingju með afmælið!

Saturday, November 29, 2008

Jólaboðið frh.

Tvær myndir úr jólaboðinu.


Sunday, November 23, 2008

Jólaboð stórfjölskyldunnar og afmæli ömmu Siggu

Jólaboð stórfjölskylunnar var haldið í dag að Síðumúla 11, nánar til tekið í sal sem nefnist Stélið. Jólaboðið tókst mjög vel og alls mættu 54 afkomendur (og viðhengi) ömmu Siggu og afa Ingólfs. Allir komu með einhverjar veitingar í kaffiboðið og að sjálfsöguð svignaði veitngaborðið undan kræsingum ættarinnar. Veitingunum voru gerðar góð skil mikið kjaftað allir fóru saddir og ánægðir heim.

Amma Sigga hefði orðið 83 ára og er það ástæðan fyrir því að þessi dagur var valinn fyrir jólaboðið. Við hugsuðum líka til hennar í jólaboðinu og vonum að hún hafi verið með okkur í anda. Þá er það bara að sama tíma að ári.

Friday, October 31, 2008

Afmæli í október

Afmælisbörn októbermánaðar eru tvær frænkur önnur er sú frænka sem á stórafmæli á þessu ári, engin önnur en Bergrún Arna sem er þrítug í dag 31. október. Við óskum henni innilega til hamingju með afmælið og áfangann og vonumst til að hún hafi það sem allra best á þessu stórafmæli. Einnig átti Magga hans Rulla afmæli 4. október og óskum við henni innilega til hamingju með daginn og sendum afmæliskveðjur til Akureyrar.

Húrra, húrra, húrra fyrir afmælisbörnunum.

Tuesday, September 30, 2008

Afmælismánuðurinn mikli

September er afmælismánuðurinn mikli því í þeim mánuði eiga flestar frænkur afmæli. Fá þær allar hamingjuóskir frá öðrum frænkum.
  • Gróa átti afmæli 1. september og varð 17 ára,
  • Steinunn átti afmæli 3. september og varð 32 ára,
  • Elísabet átti afmæli 18. september og varð 13 ára,
  • Kristín yngsta frænkan átti afmæli 23. september og varð 1 árs.
Innilega til hamingju með afmælið, vonandi hafið þið skemmt ykkur hrikalega vel!

Wednesday, September 24, 2008

Ganga í Vesturbænum

Bara smá áminning um rigningargöngu í kvöld. Göngum af stað frá Reynimel 76 kl. 19. Áætlað er að vera við Hafnarhúsið í Tryggvagötu kl. 20 en annars er allt opið. Koma svo, drífa sig í göngu.

Wednesday, September 17, 2008

Frænkukvöld á sunnudaginn

Þar sem Sunna er á landinu ætlar Jana að bjóða öllum frænkum í grill og spilakvöld næstkomandi sunnudagskvöld, þann 21. september. Boðið verður uppá pylsur og hamborgara en ef einhver er með sérstakar óskir þá er einnig velkomið að koma með sín veisluföng á grillið. Einnig er auglýst eftir sjálfboðaliða til að koma með eftirrétt. Vonandi komast sem flestar frænkur, endilega látið vita hvort þið komist eða ekki.

Snyrtivörukynning

Mirandas kynning hjá Elísabetu á Þinghólsbrautinni á morgun, kl. 20.00. Endilega mæta sem flestar.

Thursday, September 11, 2008

Haustfréttir

Nú þegar haustið er byrjað þá er um að gera að hleypa smá lífi í síðuna, frænkur endilega verið duglegar að kommenta og koma með skemmtilegar hugmyndir.

Sumarið fór af stað með þrusugöngutúrum á hverjum miðvikudegi en eitthvað dró úr þeim þegar á leið sumarið og spurning er hvort það eigi að endurvekja þá á haustdögum svona áður en verður orðið alltof dimmt eða hvort betra sé að færa sig inn í hlýjuna, t.d. með spilakvöldum eða einhverju öðru skemmtilegu. Vonandi verður a.m.k. eitt frænkukvöld í haust, hver bíður sig fram?

Aðrar fréttir eru þær að Elísabet ætlar að halda Mirandas kynningu næsta fimmtudag, þann 18. september kl. 20 og auðvitað eru allir velkomnir, líklega eru birgðirnar farnar að minnka hjá einhverjum og nýir aðilar eru einnig velkomnir.

Sunday, August 31, 2008

Afmæli í ágúst

Engin frænka átti afmæli í júlí og því lítið um afmæliskveðjur á þessari síðu. Í ágúst fór að draga til tíðinda og þá áttu þrjár frænku afmæli.
  • Sigurborg Ýr átti afmæli 8. ágúst
  • Sunna Rós átti afmæli 25. ágúst langt í burtu úti í hinum stóra heimi og það styttist heldur betur í stórafmæli
  • Lilja Bjarklind átti afmæli 30. ágúst
Þær fá allar hinar bestu afmæliskveðjur með ósk um ánægjulegan afmælisdag.

Sunday, July 06, 2008

Ganga

Hin vikulega ganga á miðvikudaginn kl. 19 verður að þessu sinni heiman frá Guðbjörgu Einarsdóttur. Mætum sem flestar.

Monday, June 30, 2008

Afmæli í júní

Júnímánuður var einnig afmælismánuður, alls áttu þrjár frænkur afmæli með stuttu millibili.

Edda átti afmæli 2. júní og er ekki lengur yngsta frænkan
Hulda átti afmæli 8. júní
Guðbjörg H. átti afmæli 11. júní

Þær fá að hinar bestu afmæliskveðjur og nokkuð víst að það hefur verið fjör í byrjun júní. Vonandi koma myndir fljótlega.

Tuesday, June 17, 2008

Frænkukvöld á morgun

Minnum á frænkukvöld á morgun sem allar frænkur hafa beðið eftir óþreyjufullar í marga mánuði. Frænkukvöldið verður að þessu sinni haldið hjá Guðbjörgu H. að Hlynsölum 5. Mæting er kl. 19.30 og byrjað er með smá göngu í ca. 60 mínútur. Þær frænkur sem ekki ætla í göngu geta því mætt um klukkutíma seinna. Vonandi koma sem flestar frænkur.

Friday, June 06, 2008

Frænkukvöld

Nú er loksins komið að því. Frænkukvöld er framundan. Guðbjörg H. og Sirrý ætla að halda frænkukvöld fyrir allar frænkurnar og nú er um að gera að það mæti sem flestar. Frænkukvöldið verður miðvikudaginn 18. júní heima hjá Guðbjörgu að Hlynsölum í Kópavoginum (Salahverfi). Vonum að öllum frænkum sé strax farið að hlakka til.

Minni einnig á göngu miðvikudaginn 11. júní við Vífilstaðavatn.

Saturday, May 31, 2008

Afmæli í maí

Alls þrjár frænkur áttu afmæli í maí.

Sirrý átti afmæli 8. maí
Guðbjörg E. átti afmæli 9. maí
Margrét Rós átti afmæli 28. maí

Að sjáflsögðu fá þær hérna mikla og stóra afmæliskveðju og munið að lifa lífinu lifandi!
Myndir koma seinna.

Friday, May 30, 2008

Myndirnar

Smá áminning. Nú fer hver að verða síðastur að panta myndir af systkinahópnum hjá ljósmyndaranum.

Wednesday, April 30, 2008

Afmæli í apríl

Afmælisbarn aprílmánaðar var Sigga og óskum við henni innilega til hamingju með afmælið. Vonum að það hafi verið skemmtilegt og eftirminnilegt. Myndin af afmælisbarninu er stolið af heimasíðu dóttur hennar, vonum að það sé í lagi.

Monday, April 28, 2008

The day after...

Myndatakan í gær tókst þrusuvel. Allir voru í sínu fínasta pússi og hver öðrum glæsilegri. Ljósmyndarinn tók myndir af hópnum, systum sér og bræðrum sér. Þar sem veðrið lék við hvern sinn fingur endaði myndatakan utandyra í fallegum garði í Elliðaárdalnum. Myndirnar koma síðan á netið með lykilorði í lok vikunnar eða byrjun þeirrar næstu þannig að frænkurnar geta beðið spenntar.

Dagurinn var þó ekki búinn en hópurinn fór síðan saman á glæsilegan Brunch á Hótel Hilton Reykjavik Nordica og eru flestir ennþá saddir, rúmlega einum sólahring síðar.

Friday, April 25, 2008

Myndataka

Loksins, loksins. Þá er komið að því, eftir rúmlega 25 ár munu systkinin 15 af Sunnubrautinni hittast hjá ljósmyndara.

Staður: Barna og Fjölskylduljósmyndir, Núpalind 1, Kópavogi

Stund: Sunnudagurinn 27. apríl 2008 kl: 9:45
(myndatakan byrjar klukkan 10 og tekur allt að 1 ½ klst.)


Endilega minnið foreldra ykkar á myndatökuna, má taka með maka og þar sem það er ekki á hverjum degi sem þau hittast öll þá var pantað borð handa þeim sem vilja í Sunnudags brunch á Hilton Reykjavik Nordica Hotel (gamla hótel Esja) kl. 12.00.

Frænkurnar geta farið að hlakka til að eiga skemmtilega mynd af foreldrum sínum og systkinum þeirra.

Wednesday, April 23, 2008

Vörurnar

Vörurnar eru löngu komnar og geymdar hjá Guðbjörgu. Líklega eru allir búnir að sækja þær nema ritarinn. Vegalengdin stendur eitthvað í ritaranum en ákvörðun um hvort sækja eigi vörurnar gangandi eða keyrandi, veikindi og þess hátar hafa hamlað ákvörðunartöku.

Ákveðið var að næsta kynning yrði hjá Ester á Kirkjubæjarklaustri 23. ágúst næstkomandi. Takið daginn frá.

Wednesday, April 02, 2008

Kynning á föstudaginn


Mirandas kynning á föstudaginn, 4. apríl kl. 20. Kynningin verður haldin hjá Lóló, að Dísarási 2 í Árbænum.

Allar frænkur eru hvattar til að mæta, það átti víst að vera eitthvað svaka tilboð!

Endilega látið vita hvort þið komist eða ekki.

Monday, March 31, 2008

Afmæli í mars


Afmælisbarn marsmánaðar var Íris Ósk og fær hún hjartanlegar hamingjuóskir. Myndin er kannski aðeins eldri en tekin árið 1996.

Tuesday, March 25, 2008

Næsta Mirandas

Minnum allar frænkur á næstu Mirands kynningu hjá Lóló föstudaginn 4. apríl!

Sunday, March 23, 2008

Thursday, March 20, 2008

Skírdagur

Við minnum allar frænkur á tvær fermingaveislur hjá stórfjölskyldunni í dag þar sem tvær systur eiga tvo fermingardrengi. Andri Már og Einar Páll, innilega til hamingjum með fermingardaginn.

Friday, March 14, 2008

Glæsilegur árangur

Við bendum á skemmtilega grein í Morgunblaðinu í gær um eina frænku okkar sem hefur verið að vinna við doktorsverkefni sitt síðustu ár. Hún hefur nú nýlega fegnið tvo styrki fyrir doktorsverkefni sitt í jarðfræði sem er glæsilegur árangur og þar sem við vitum að hún er ekki að auglýsa það þá ætlum við að gera það hér.

Innilega til hamingju með árangurinn, Bergrún!

Endilega kíkið á greinina í Morgunblaðinu í gær, fimmtudaginn 13. mars, meðfylgjandi er hlekkur á myndina sem fylgdi greininni.

Wednesday, March 12, 2008

Velheppnað frænkukvöld

Frænkukvöldið síðasta sunnudagskvöld tókst vel og er gestgjafanum þakkað fyrir veglegar veitingar. Þær frænkur sem mættu á frænkukvöldið voru; Hulda, Sigga, Sigurborg, Bergrún, Jana, Lilja og Guðbjörg H. Ánægjuleg kvöldstund þar sem allt milli himins og jarðar var rætt. Næsta frænkukvöld er áætlað eftir miðjan júní hjá Guðbjörgu H. svo þið getið farið að hlakka til.

Tuesday, March 04, 2008

Loksins loksins

Loksins, loksins er komið að því sem allar frænkur hafa beðið eftir. Blásið er í lúðra því frænkukvöld er í nánd. Hulda María ætlar að halda frænkukvöld næstkomandi sunnudag, 9. mars, kl. 20.00. Við vonumst að sem flestar frænkur sjái sér fært að mæta. Takið daginn frá!!!

Friday, February 29, 2008

Afmæli í febrúar

Ritari þessarar síðu hafði ákveðið að vera ekki með neinar afmæliskveðjur þetta árið en fannst það heldur tómlegt þegar á hólminn var komið. Úr því verður bætt hér og nú, en afmæliskveðjurnar verða þó með öðru sniði. Afmælisbarn febrúarmánaðar var Steinunn María og fær hún hér afmæliskveðju og mynd af sér. Til hamingju með afmælið!

Thursday, February 21, 2008

Frænkukvöld

Það kom ósk frá frönsku frænkunni að halda frænkukvöld í mars þegar hún væri á landinu og Hulda bauð sig fram til að halda það. Þannig að þið getið beðið spenntar eftir frænkukvöldi seinni partinn í mars.

Wednesday, February 20, 2008

Systrakvöld

Það var heldur betur systrakvöld síðasta föstudag þar sem mættu 7 af 9 systrum og einhverjar frænkur líka. Mikið talað, borðað, hlegið og mikið keypt af snyrtivörum. Sem sagt hin besta skemmtun. Takk kærlega fyrir kvöldið.

Vörurnar eru komnar en Katrín ætlaði líklega að keyra einhverjum af þeim út í kvöld.

Thursday, February 14, 2008

Mirandas kynning annað kvöld


Minnum allar frænkur á Mirandas kynningu annað kvöld hjá Katrínu í Garðabæ, nánar tiltekið að Hörgatúni 7. Sem fyrr er mæting klukkan átta og allar frænkur eru velkomnar sem og mæður þeirra og mákonur. Endilega látið það berast og vonandi komast sem flestar frænkur.

Sunday, January 13, 2008

Næst á dagskrá

Frænkukvöldið tókst vel að vanda og að sjálfsögðu svignaði borðið undan kræsingum. Frænkunum tókst einnig að gera veitingunum góð skil í góðum félagsskap og úr varð skemmtilegt kvöld. Næsta frænkukvöld er planað í vor hjá Huldu.

En áður en að því kemur er næst á dagskrá Mirandaskynning föstudaginn 15. febrúar, hjá Katrínu allir að taka daginn frá.

Sunday, January 06, 2008

Allir að mæta 8. jan

Minnum á frænkukvöld ekki á morgun heldur hinn eða þriðjudaginn 8. janúar. Frænkukvöldið verður hjá Jönu að Veghúsum 23, íbúð 202. Skv. Jönu er þetta rétt hjá Esso stöðinn ef farið er inn í Grafarvog við Grarfarholt (þ.e. ekki yfir Gullinbrú).

Mætum svo hressar og kátar kl. 20 með eitthvað með okkur sem okkur langar í eða ekkert eftir því í hvaða stuði maður er! og já, nýársheilsuátakið byrjar ekki fyrr en eftir frænkukvöldið.

Wednesday, January 02, 2008

Frænkukvöld 8. janúar

Eins og glöggir lesendur síðunnar hafa tekið eftir við lestur athugsemda er heldur betur farið að styttast í næsta frænkukvöld.

Frænkukvöld verður haldið þriðjudaginn 8. janúar 2008 á fæðinagardegi afa Ingólfs. Jana Maren verður að þessu sinni gestgjafinn, nánari upplýsingar síðar en takið daginn frá.