Tuesday, December 25, 2007

Monday, December 17, 2007

Vörurnar komnar

Minni allar frænkur á að Mirandas vörurnar eru komnar til Maríu. Ritari þessarar síðu skellti sér einmitt út í "góða veðrið" í kvöld og sótti vörurnar sínar.

Tveir frændur eiga afmæli í dag, þeim er hér með óskað til hamingju með afmælið þótt ólíklegt sé að þeir lesi þessa síðu. Næsta mál á dagskrá eru svo jólin.

Monday, December 03, 2007

Mirandas á föstudaginn

Minni allar frænkur á Mirandas kynningu á föstudaginn þar sem þessi kona ætlar að bjóða okkur heim til sín.
Vonum að sem flestar frænkur og mæður þeirra og mákonur mæti á svæðið. Allir velkomnir.

Endilega látið vita hve margir komast eða komast ekki svo hægt sé að áætla fjölda.

Friday, November 23, 2007

Amma Sigga

Amma Sigga fæddist í dag fyrir heilum 82 árum. Hún eignaðist 15 börn og enn fleiri barnabörn enda kjarnakvendi þar á ferð.

Monday, November 19, 2007

Mirandas hjá Maríu 7. desember

María ætlar að halda Mirandaskynningu föstudaginn 7. desember nk. Við minnum frænkur á að mæta á svæðið hressar og kátar. Allar mæður og mákonur eru velkomnar með á kynninguna.

María á heima að Kársnesbraut 49 og kynningin verður kl. 20.00, vonum svo að sem flestar mæti á svæðið.

Sunday, November 18, 2007

Ný frænka - Siggudóttir

Þann 16. nóvember síðast liðinn kom ný frænka í heiminn. Sigga og Helgi eignuðust litla stelpu kl. 20.20. Hún var tæpar 15 merkur og 51 cm.

Við óskum þeim innilega til hamingju með stelpuna og bjóðum hana velkomna í frænkuhópinn.

Friday, November 16, 2007

Til hamingju með afmælið Jana Maren

Jana Maren er síðasta frænkan sem á afmæli á árinu og heldur hún uppá stórafmæli í dag enda árin orðin alls 30.

Kæra Jana, innilega til hamingju með þrítugsafmælið. Vonandi hefur dagurinn verið eftirminnilegur.

Monday, November 12, 2007

Til hamingju með afmælið Anna María

Anna María er á afmæli í dag og óskum við henni heilla með þennan afmælisdag. Sendum innilegar afmæliskveðjur frá öllum frænkum.

Friday, November 02, 2007

Á dagskrá

Tvær frænkur eiga eftir að eiga afmæli núna í nóvember en þar sem ritari þessarar síðu verður ekki við tölvu næstu tvær vikurnar þá þurfa þær líklega að bíða aðeins eftir afmæliskveðju og auðvitað bíða þær spenntar enda afmæliskveðjurnar hér orðinn fastur liður í lífi hverrar frænku!

María ætlar að halda Mirandas kynningu föstudaginn 7. desember og m.a. öllum frænkum er boðið, nánar um það síðar en takið daginn frá.

Wednesday, October 31, 2007

Til hamingju með afmælið Bergrún

Afmæli, afmæli, afmæli. Hún Bergrún Frakklandsfari með meiru á afmæli í dag og óskum við henni innilega til hamingju með afmælið sem hún eyðir í Frakklandi.

Við sendum þér afmæliskveðjur frá landinu kalda og vonum að þú eigir ánægjulegan afmælisdag. Á næsta ári er stórafmæli þannig að nú eru 366 dagar í töluna 30 um að gera að byrja að telja niður.

Friday, October 19, 2007

Frænkukvöld í gær

Frænkukvöldið í gær var aldeilis skemmtilegt. Mikið talað, mikið hlegið og mikið étið. Að sjálfsögðu voru veitingar á við fermingarveislu eins og frænkur og í raun öll stórfjölskyldan er þekktar fyrir. Mættar voru:
  • Bergrún
  • Sigurborg
  • Sunna
  • Sigga
  • Jana
  • Guðbjörg H.
  • Guðbjörg E.
  • Hulda
  • Lilja
Þökkum kærlega fyrir skemmtilegt kvöld. Næsta frænkukvöld var ákveðið þriðjudaginn 8. janúar hjá Jönu. Takið daginn frá.

Sunday, October 14, 2007

Frænkuboð að Reynimel

Nú fer frænkukvöld að nálgast. Það verður haldið hjá Bergrúnu í Vesturbænum, nánar tiltekið að Reynimel 76, kl. 20.00

Nú þegar hafa sex frækur boðað komu sína sem er skemmtilegur og góður hópur en fleiri frænkur eru að sjálfsögðu velkomnar. Hittumst hressar á fimmtudaginn, kl. 20.00.

Thursday, October 04, 2007

Til hamingju með afmælið Magga

Enn ein frænkan á afmæli í dag en nú fer þeim að fækka sem eiga eftir að eiga afmæli á árinu enda árið að líða undir lok. Þessi frænka er einnig þess heiðurs aðnjótandi að vera í með elstu frænkunum. Aðeins tvær frænkur eldri en hún.

Elsku Magga, innilega til hamingju með afmælið og öll árin. Alltaf gaman að eiga afmæli og halda uppá það með stæl.

Tuesday, October 02, 2007

Fimmtudagurinn 18. október

Takið daginn frá því þá er frænkukvöld sem Bergrún ætlar að halda. Nánar síðar.

Monday, September 24, 2007

Ný frænka

Síðasta afmælisbarnið, hún Elísabet Ásta eignaðist litla systur í gær þannig að nú eru frænkurnar orðnar alls tuttugu.

Guðjón og Hulda eignuðust stelpu þann 23. september og var hún 12 merkur og 49 cm. Veit nú ekki hvort þau lesa þessa síðu en þeim er hér með óskað innilega til hamingju með litlu stelpuna.

Tuesday, September 18, 2007

Til hamingju með afmælið Elísabet Ásta

Næst yngsta frænkan á afmæli í dag, enginn önnur en Elísabet Ásta og er hvorki meira né minna en 12 ára í dag.

Elsku Elísabet Ásta innilega til hamingju með afmælið og við vonum að þú hafir það sem allra best á afmælisdaginn.

Thursday, September 06, 2007

Klaustur

Eins og ég nefndi í smáskilaboðum hérna á síðunni fyrr í kvöld þá var gaman á Klaustri. Yndislegt veður, skemmtilegir göngutúrar, góður matur og frábær félagsskapur. Er það svo ekki bara að sama tíma að ári? Fleiri myndir hér og hér.

Monday, September 03, 2007

Til hamingju með afmælið Steinunn Lilja

Steinunn Lilja á afmæli í dag og sendum við henni hér með afmæliskveðju. Þessi frænka er einnig í stjörnumerkinu Meyjunni og einnig ekki á landinu, heldur í Malasíu með fjölskyldu sinni og stefnir á að vera þar næstu árin. Ef einhver hefur fréttir af henni endilega látið okkur hinar frænkurnar vita og berið henni afmæliskveðju frá okkur.

Kæra Steinunn Lilja innilega til hamingju með 31 árs afmælið, sendum þér heillaóskir á þessum merkisdegi.

Saturday, September 01, 2007

Til hamingju með afmælið Gróa Björk

Enn ein frænkan á afmæli núna í byrjun september, í þetta skiptið er það Gróa sem býr í Noregi. Vonandi les hún þetta og ef ekki bendir vonandi einhver frænkan henni á þessa skemmtilegu afmæliskveðju.

Kæra, Gróa vonum að þú hafir það sem allra best á afmælisdaginn og til hamingju með árin sextán.

Thursday, August 30, 2007

Til hamingju með afmælið Lilja Bjarklind

Vegna ítrekaðra óska frá öðrum frænkum, set ég hér afmæliskveðju til mín. Ekkert meira um það að segja en að það er alltaf gaman að eiga afmæli.

Saturday, August 25, 2007

Til hamingju með afmælið Sunna Rós

Enn ein frænkan á afmæli í dag og í þetta skiptið er það blómarósin hún Sunna. Við óskum henni heilla á afmælisdaginn og vonum að hún skemmtil sér vel í dag og kvöld enda orðin 18 ára pæja. Hún er einnig fyrsta frænkan af fimm sem er í stjörnumerkinu Meyjunni.

Innilega til hamingju með afmælið Sunna Rós.

Wednesday, August 22, 2007

Leggjum land undir fót


Við minnum allar frænkur á næstu Mirandaskynningu sem verður hvorki meira né minna úti á landi. Ester á Kirkjubæjarklaustri ætlar að halda skemmtilega kynningu heima hjá sér og við hvetjum allar frænkur og systur að leggja land undir fót og mæta á kynningu og bara til að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman á Klaustri þann 1. september næstkomandi. Allir velkomnir.

Wednesday, August 08, 2007

Til hamingju með afmælið Sigurborg

Sigurborg Ýr á afmæli í dag og er nú orðinn jafngömul síðasta afmælisbarni eða búinn að ná 34. ára aldri.

Elsku Sigurborg, innilegar hamingjuóskir í tilefni afmælisdagsins. Vonandi hefur þú það sem allra, allra best á afmælisdaginn og nærð að gera eitthvað spennandi á afmælisdaginn.

ATH. vegna sumarfrís er þessi afmæliskveðja skrifuð aðeins fram í tímann.

Monday, June 11, 2007

Til hamingju með afmælið Guðbjörg

Afmælin koma núna í röðum, það þriðja í þessum mánuði og júní ekki hálfnaður. Afmælisbarn dagsins er hún Guðbjörg Hannesdóttir.

Kæra Guðbjörg, innilega til hamingju með afmælið og árin 34. Vonandi verður dagurinn yndislega góður og drekraðu við þig eins og þú getur. Ávallt skal njóta afmælisdagsins.

Friday, June 08, 2007

Til hamingju með afmælið Hulda María

Kæra Hulda María, innilega til hamingju með afmælið. Ég sá hana Huldu Maríu í gær og hún leit svo vel út að hún hefur sjaldan verið svona flott. Alltaf gaman að vera í sínu fínasta pússi á afmælisdaginn.

Hulda María, vonandi hefur þú það sem allra best á afmælisdaginn og við sendum ykkur hinar bestu óskir um heill og hamingju í tilefni dagsins.

Tuesday, June 05, 2007

Mirandas kynning


Minnum allar frænkur nær og fjær á Mirandas kynningu hjá Guðbjörgu Einars næstkomandi fimmtudag, þann 7. júní, kl. 20.00. Allar frænkur er velkomnar, þá er bara um að gera að taka upp budduna og drífa sig á staðinn.

Vonandi koma sem flestar að Fagrahjalla 62, á fimmtudaginn að hitta skemmtilegar frænkur.

Saturday, June 02, 2007

Til hamingju með afmælið Edda Ingibjörg

Yngsta frænkan á afmæli í dag, hún Edda Ingibjörg. Hún er líklega ekki ennþá farinn að lesa þessa síðu en fær engu að síður afmæliskveðju eins og aðrar frænkur.

Hún er einnig sú eina af frænkunum sem er fædd á þessari öld enda er hún 7 ára í dag. Elsku Edda Ingibjörg, innilega til hamingju með afmælið og vonandi áttu ánægjulegan afmælisdag.

Monday, May 28, 2007

Til hamingju með afmælið Margrét Rós

Margrét Rós hin norska á afmæli í dag og er henni hér með send afmæliskveðja. Veit nú ekki hvort að hún les þessa síðu en vonandi fær hún kveðjuna.

Við óskum við henni innilega til hamingju með árin 24 og vonum að hún eigi yndislegan og ánægjulegan afmælisdag.

Tuesday, May 22, 2007

Til hamingju með fertugsafmælið Svandís

Yfirleitt eru það bara frænkurnar sem fá afmæliskveðju hérna en nú er gerð undantekning frá reglunni vegna stórafmælis. Ein af systrunum á afmæli í dag en hún er auðvitað líka frænka okkar.

Svandís litla systir er fertug í dag og eru henni hér með senda afmæliskveðjur. Innilega til hamingju með afmælið og mundu svo að allt er fertugum fært.

Saturday, May 12, 2007

Kópavogsdagar













Í tilefni Kópavogsdaga og gamalla mynda er hérna ein til gamans.

Wednesday, May 09, 2007

Til hamingju með afmælið Guðbjörg

Já, afmælin koma alveg í röðum. Eitt í gær og annað í dag. Í dag á Guðbjörg Einarsdóttir afmæli, innilega til hamingju með árin 36.

Vona að þú njótir dagsins í faðmið fjölskyldunnar. Mundu að hvert augnablik er dýrmætt og hvert ár hefur sinn sjarma.

Tuesday, May 08, 2007

Til hamingju með afmælið Sirrý

Nú byrja afmælin í okkar fjölskyldu að koma hvert á fætur öðru, um að gera að standa sig með afmæliskveðjurnar, a.m.k. þetta árið.

Hún Sirrý blómarós á afmæli í dag og er hvorki meira né minna en 26 ára. Ég man eftir því þegar ég fór í skírnina hennar, en það segir kannski meira um minn aldur.

Kæra Sirrý, innilegar hamingju óskir með afmælið. Vona að þú njótir dagsins og munir hve dýrmætt það er að fá að vera í góðum félagsskap ættingja og vina.


Friday, April 27, 2007

Til hamingju með afmælið Sigga

Elsku Sigga

Innilega til hamingju með afmælið, Sigga frænka. Nú er að koma vor og ekki annað en hægt að gleðjast yfir hverjum degi, skemmtilegra er þó þegar einhver sem maður þekkir á afmæli eins og í dag. Njóttu augnabliksins á meðan það er. Vonum að þú eigir ánægjulegan afmælisdag í faðmi fjölskyldu og vina.

Wednesday, April 11, 2007

Gleðilega páska


Óskum öllum frænkum nær og fjær gleðilegra páska og í tilefni upprunans þá látum við eina mynd fylgja með. Af hverju er þetta ekki aðalhátíð ættarinnar? Nóg af eggjum og kjúklingum?

Tuesday, April 03, 2007

Ester og Margrét

Tvær frænkur voru skírðar síðustu helgi og skemmtilegt er að segja frá því að þær voru báðar skírðar í höfuðið á ömmum sínum sem eru systur og dætur Ingólfs og Siggu.

Dóttir hans Hlyns var skírð á laugardaginn og heitir hún Margrét Rós.

Dóttir hennar Sigurborgar var skírð á sunnudaginn og heitir hún Ester Glóey.

Virkilega falleg nöfn og óskum við þessum litlu stelpum innilega til hamingju með skírnina.

Takk fyrir Magga

Frænkuboðið tókst heldur betur vel í þetta skiptið og þökkum við Möggu kærlega fyrir að halda boðið. Það var virkilega skemmtilegt, mikið kjaftað og mikið fjör.

Þær sem mættu að þessu sinni voru:
  • Magga
  • Sigga
  • Guðbjörg E.
  • Hulda María
  • Sigurborg og Ester litla
  • Bergrún
  • Lilja
Og svo auðvitað dætur hennar Möggu sem voru mjög spenntar að hitta frænkur sínar. Góður hópur og okkur öllum fannst mjög skemmtilegt að hittast við þetta tækifæri. Rætt var um að halda næst frænkuboð í sumar, jafnvel grillboð eða bara skemmtilegt frænkuboð. Hvet allar frænkur til að vera framtaksamar og halda frænkuboð í vor, sumar eða haust.

Thursday, March 29, 2007

Frænkukvöld í kvöld


Þá er komið að því, í kvöld er frænkukvöld. Frænkan sem ætlar að bjóða okkur heim til sín er orðin svaka spennt og líka litlu dömurnar á heimilinu líka þeim hlakkar til að fá að vaka smá og hitta frænkurnar sínar.
Þeir sem koma eru beðnir um að koma með eitthvað með smáræði með sér, sjálfan sig og góða skapið.

Leiðin að Ennishvarfi 15a, tekin frá . Hægt að skoða betur á þeirri síðu.

Monday, March 26, 2007

Minnum á frænkukvöld

Ágætu frænkur nær og fjær. Við minnum á frænkukvöld næstkomandi fimmtudag.
  • Frænkukvöld verður haldið, fimmtudaginn 29. mars hjá Möggu að Ennishvarfi 15b, kl. 20.00.
Endilega látið vita hvort þið komist eða ekki á síðunni eða látið Möggu eða Siggu vita þannig að þær viti að þið hafið frétt af boðinu.

Annars hlökkum við til að sjá ykkur og ég veit a.m.k. um nokkrar sem eru orðnar spenntar að hitta frænkur.

Monday, March 19, 2007

Frænkukvöld fimmtudaginn 29. mars

Já, það er blásið í lúðra, nú er aftur komið að frænkukvöldi. Fimmtudagskvöldið 29. mars næstkomandi ætla systurnar Magga og Sigga að halda frænkukvöld og þá er um að gera að drífa sig á staðinn og hitta frænkur. Nánari lýsing síðar, en takið daginn frá.

Wednesday, March 14, 2007

Til hamingju með afmælið Íris Ósk

Það er greinilegt að pressan er að aukast og eins gott að muna eftir öllum afmælum. Var ekki búinn að gleyma þér Íris heldur alltaf nóg að gera, rétt næ að senda þessa afmæliskveðju. Innilega til hamingju með afmælið Íris Ósk og vonum að þú njótir áranna 26.

Thursday, March 08, 2007

Nýr frændi

Kannski ekki fyrst með fréttirnar en Steinnun eignaðist strák í febrúar. Drengurinn kom í heiminn 14. febrúar síðastliðinn með keisara, var stór og stæðilegur eins og Ingals. Móður og barni heilsast vel og allt gekk að óskum. Ef einhver er með fleiri fréttir af litla frænda og móður hans endilega látið vita.

Sunday, February 18, 2007

Til hamingju með afmælið Steinunn María

Fyrsta frænkan á afmæli á árinu, hún er hvorki meira né minna en 13 ára í dag ef ég tel rétt. Innilega til hamingju með afmæið Steinunn María með von um að þú hafir átt ánægjulegan afmælisdag.

Thursday, February 15, 2007

Næsti hittingur

Hitti Möggu hans Rulla um síðustu helgi og hún var til í að halda næsta frænkuhitting hjá sér í samvinnu við Siggu. Það er ekki enn kominn dagsetning á hittinginn en ætli það verði ekki einhvern tíma í mars. Vona að það sé í lagi að birta þetta hérna en þessar fréttir eru ekki staðfestar þannig að ég vona að þið takið þær með fyrirvara, ef einhver önnur langar að halda hitting, þá er bara að láta heyra frá sér.

Wednesday, February 07, 2007

070207

Lítil frænka fæddist um hálfsjö í morgun. Hún var 15 merkur og 51,5 cm. Hún vær heldur betur flotta kennitölu, 070207-xxxx. Innilegar hamingjukveðjur til Sigurborgar, Oddsteins og barna.

Tuesday, February 06, 2007

Mirandas kynningin hjá Huldu

Jæja, þá er Mirandaskynningin búinn að þessu sinni. Flestar keyptu meira en þeir ætluðu sér í byrjun. Sumar mikið og aðrar meira. Þetta var virkilega skemmtilegt og mikið fjör eins og þegar Ingals hittist. Það var metþáttaka eða alls 11 "stelpur". Hulda og María stóðu sig með prýði og voru með veitingar að hætti ættarinnar. Við þökkum gott boð og hlökkum til í mars því þá er víst önnur kynning. Meira um það síðar.

Þær sem mættu að þessu sinni voru:
  • Hulda
  • María
  • Svandís
  • Elísabet
  • Ester
  • Sigurborg
  • Sigga Solla
  • Katrín
  • Lilja Bjarklind
  • Lóló
  • Guðbjörg
Skv. nýjustu fréttum þá koma vörurnar til Huldu á fimmtudaginn og þá verður hægt að sækja þær.

Wednesday, January 24, 2007

Mirandas kynning


Hulda og María ætla að halda Mirandas kynningu heima hjá Huldu, föstudaginn 2. febrúar kl. 19.30. Kynningin byrjar kl. 20.00. Allar frænkur og mömmur þeirra velkomnar. Kynningin er þó aukaatriði aðalatriðið er að frænkurnar hittist. Munið að taka daginn frá.

Sunday, January 21, 2007

Nýjar fréttir

Það hefur verið ferkar lítið um fréttir á þessu blöggi síðustu mánuði en ég lofa bót og betrun. Gaman væri að vita hve margir kíkja á þetta blögg. Endilega látið fagnaðarerindið berast...